Jólakvölin
Ljóð og annar barningur
Strokið um enni,
þvöl hönd á hné.
Mikil er grimmdin,
kvöl mín og pín.
Glottir í kampinn,
yfirkúgarinn.
Hann einn á sök
á kvöl minn´ og pín.
Bergmála skellir,
skrjáfar í sekk.
Tekur engan endi
kvöl mín og pín?
vantar fleiri blöð.
Reynist hún eilíf
kvöl mín og pín?
Skvaldur af gangi,
gátu þau allt?
Ef aðeins þau vissu
um kvöl mín´ og pín.
Þessi nagandi efi,
ég get ekki meir.
Eftir aðeins vonin
um heilagt jólafrí.