Bjórþrautaganga og lénsuppnám

Í gær skrapp ég að hjálpa og Stínu við að mála nýju íbúðina þeirra. Veit ekki hvort ég varð til mikils gagns, en ég sýndi a.m.k. lit (ljósgráan).

Í framhaldi af spjalli okkar þar ákvað ég að drífa í að endurnýja nú lénið mitt hjá NetSol. Ég lenti hins vegar í því sama og Már gerði síðastliðið vor, að þeir neituðu algerlega að móttaka kreditkortið mitt. Sama hvað ég slóð það inn vandlega - alltaf voru þeir ósáttir og báðu mig að yfirfara upplýsingarnar. Verð líklega að flytja það yfir til þjónustu sem vill þiggja peningana mína, a.m.k. er ekkert að græða á svörum þjónustufulltrúa NetSol. Ef þú ert að lesa þessa færslu eftir 2. des hefur sú yfirfærsla líklega tekist.

Á leið heim úr vinnu fór ég í ríkið á Eiðistorgi. Jón Heiðar hringdi í mig og ég spjallaði við hann sitjandi inni í bílnum áður en ég fór út. Það spjall dugði til þess að rjúfa "taktinn" og þegar ég kom út aftur eftir að hafa verslað í mjólkurbúðinni komst ég að því að lyklarnir væru enn í svissnum í læstum bílnum.

Veðrið var gott, þannig að í stað þess að reyna að ná sambandi við lásasmið axlaði ég pokann og rölti heim á leið í þeirri von að geta nálgast varalykilinn minn. Var mjög feginn að hafa ekki keypt bjórkassa eins og mér hafði þó dottið í hug, tvær glerkippur og rauðvínsflaska sigu nóg í samt.

Herkænska mín að koma varalyklum í pössun hjá frændfólki mínu í næsta stigagangi sannaði sig, því þau voru heima og eftir stutta leit fundust lyklarnir (bara að ég muni að skila þeim áður en ég læsi mig aftur úti).

Eftir kvöldsnarl rölti ég að sækja bílinn og varði svo kvöldinu í góðu yfirlæti hjá Þorfinni og Höllu. Fékk þar mikla tónleika heimasætunnar á víólu. Greip sjálfur í gripinn og spilaði bassataktinn úr Wild Thing á einn streng.

Fleiri lyklar voru ekki læstir inni þann daginn.


< Fyrri færsla:
Háls, höfuð og skrokkur í lagi, hár úfið
Næsta færsla: >
Á eftir törn kemur leti
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry