Á leið út af þjónustusvæðinu

Nú er niðurtalning hafin að brottför norður í land. Þar mun ég dveljast í leikskóla í rúma viku. Ég mun klippa á naflastrenginn við gemsann meðan á námi stendur, en þurfi menn nauðsynlega að ná til mín má reyna að senda SMS sem ég reyni þá að svara eftir því sem færi gefast.

Ég kem til með að verða samferða leyniþjónustustjóra Íslands, klyfjaður klæðnaði fyrir alls konar aðstæður og veit satt best að segja ekkert út í hvað ég er að fara. Kemst líklega að því fljótlega.

Ekki er því gert ráð fyrir dagbókarfærslum hér næstu dagana.

Hola!


< Fyrri færsla:
Myndatextakeppni lokið
Næsta færsla: >
Kominn heim
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry