Skógarhringur og aðflug: tæpar 24 mín

Hljóp sem sé hring í dag. Léttskýjað, 20 stig og hæg gola. Prýðilegt.

Sprikl gærdagsins fólst í því að smala í sumarbústaðalandinu okkar, 4 kindur og tilheyrandi lambastóð. Þær reyndust þrjóskar en urðu undan að láta fyrir afburðasamhæfðu og þrautþjálfuðu smalagengi.

Annars er ógurlegt letilíf á manni þessa dagana - himneskt!


< Fyrri færsla:
Vaðið yfir nýliðna daga
Næsta færsla: >
Húsabakkaminningar - þriðji þáttur
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry