Skrifræpu engin takmörk sett

Í gær (fimmtudag) settist ég með mína Surtlu inn á stúdíubás með fögur fyrirheit um að skrifa scenario fyrir ógurlega merkilegt hádegisstefnumótakerfi sem við erum að hanna. Þess í stað sannaðist enn að athyglissýki minni og skrifræpu eru engin takmörk sett. Skrifaði 1500 orða pistil á ensku um upplifanir mínar í ITU og Danmörku - ætlað í skóla(vef)blaðið.

Það er kannski óþarft að taka það fram að þessar skriftir (og nauðsynlegur blogglestur og netvafr og ...) tóku allan daginn. Það var ekki fyrr en um kvöldið þegar ég beið eftir að þvotturinn minn þornaði í þurrkurum myntþvottahússins að scenarioið tók að ryðjast fram á blað.

Ég held ég verði að fara að reyna að koma þessari ræpu minni í tekjuhæft form. Veit einhver um fjölmiðil sem væri til í að borga fyrir tilveruspökulasjónir frá Köben eða annað frílans bull eftir pöntun?

Ekki svo að skilja að ég sé blankur, en allar tekjur eru góðar tekjur eins og Hérastubbur bakari sagði forðum daga.


< Fyrri færsla:
210. færslan
Næsta færsla: >
10 staðfest dauðsföll
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry