Nýárskveðja thorarinn.com

Fyrsta færsla ársins er færð klukkan 00:23 þann fyrsta janúar (a.m.k. þar til áramótapartíið stræjkar og neyðir mig til að hætta í tölvunni).

Eftir að hafa staðið á hól og horft á íbúa Stór-Hafnarfjarðarsvæðisins sýna stuðning sinn við björgunarsveitirnar í verki er ekki laust við að maður sé stoltur af því að tilheyra þessari léttgeggjuðu þjóð. Reyndar er samanlögð innbyrðing hvítvíns, rauðvíns og bjórs tæplega nægjanleg til að réttlæta þennan snert af þjóðernisstolti, þannig að líklega er ég að verða svona meyr á gamalsaldri.

Skyggnið er sannast sagna lygilegt, og það er bara púðurreykurinn frá Breiðholtinu sem skyggir á útsýnið upp á Kjalarnes.

Ársskýrsla thorarinn.com fyrir árið 2005 verður gefin út innan skamms, en þó vart fyrr en nálgast tekur þrettándann.

Lesendum er annars óskað árs og friðar.

(Beðist er fyrirfram afsökunar á huxanlegum innsláttarvillum, en þar er um að kenna áfengisinnbyrðingu loppnum fingrum eftir útiveru.

Bjór áramótanna 2005/2006: Erdinger Weissbier Dunkel. Skál.


< Fyrri færsla:
Juleferie
Næsta færsla: >
Próftörn hálfnuð
 


Athugasemdir (2)

1.

Sig reit 02. janúar 2006:

Sæll, það er 1. vinnudagur á nýju ári og mér er lífsins ómögulegt að stunda vinnuna að einhverju viti, svo ég les blogg, er komin í ágúst 2005 og búin að skemmta mér vel, takk fyrir að gera daginn bærilegan, kv si

2.

Þórarinn sjálfur reit 04. janúar 2006:

Það er gott að vita að gamalt bull úr mér getur glatt vinnuþrælkaða þjóð, nóg er nú til af bullinu.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry