Heilsufar teljara betrumbætt

Þá er ég búinn að laga umferðarteljarann minn þannig að hann hættir (vonandi) að koma með "Division by 0"-villur.

Einn fylgifiska gagnagrunnsuppfærslunnar var nefnilega að date-reitir í gagnagrunninum sem ég hafði áður getað skilgreint sem t.d. YYYYMM eða YYYYMMDD eftir hentugleikum urðu allir að YYYY-MM-DD hh:mm:ss og ég þurfti því aðeins að snurfusa SQL skipanirnar sem töldu saman heimsóknartölur ákveðins dags.

Það er auðvitað skammarlegt að hafa látið þetta vera bilað núna í 5 daga, því þetta tók mig ekki nema 5 mínútur að græja.

Svo kemur í ljós næstu nótt hvort lagfæringin virkar eða ekki...

Uppfært: Virkaði ekki, "division by zero" yfir alla forsíðuna :( tek þetta út í bili og set upp deböggarahattinn.


< Fyrri færsla:
Alltaf í göbbunum
Næsta færsla: >
Spurning um hljóðeinangrun
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry