Kitli kitl

Yfirskrift viðtals við Össur Skarphéðinsson í Blaðinu í gær er "Borgarstjórastóllinn kitlar". Ég á reyndar bágt með að trúa því, en vil ekki væna Össur um ósannsögli og spyr því; er ekki bara hægt að redda nýjum stól?

Á forsíðunni er fyrirsögnin hins vegar "Borgarstjórinn kitlar". Það er kannski alvarlegra mál, en hlýtur þá að vera innanbúðarmál hjá Samfylkingunni?

Nema Össur sé bara svona rosalega kitlinn...


< Fyrri færsla:
Innrás lamadýra í hugskot mín
Næsta færsla: >
Hlaup afstaðið
 


Athugasemdir (2)

1.

Sævar reit 22. ágúst 2005:

Ég kannast lítillega við eiginmann borgarstjóra. Ég skal spyrja hann hvort hún kitli. Þetta verður eiginlega að fást á hreint fyrir kosningar.

2.

Þórarinn.com reit 22. ágúst 2005:

Það hlýtur að verða gerð sú krafa til flokkanna að þeir standi skil á stefnu sinni varðandi skipulagsmál, dagvistun og kitl.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry