Kitli kitl
20. ágúst 2005 | 2 aths.
Yfirskrift viðtals við Össur Skarphéðinsson í Blaðinu í gær er "Borgarstjórastóllinn kitlar". Ég á reyndar bágt með að trúa því, en vil ekki væna Össur um ósannsögli og spyr því; er ekki bara hægt að redda nýjum stól?
Á forsíðunni er fyrirsögnin hins vegar "Borgarstjórinn kitlar". Það er kannski alvarlegra mál, en hlýtur þá að vera innanbúðarmál hjá Samfylkingunni?
Nema Össur sé bara svona rosalega kitlinn...
Athugasemdir (2)
1.
Sævar reit 22. ágúst 2005:
Ég kannast lítillega við eiginmann borgarstjóra. Ég skal spyrja hann hvort hún kitli. Þetta verður eiginlega að fást á hreint fyrir kosningar.
2.
Þórarinn.com reit 22. ágúst 2005:
Það hlýtur að verða gerð sú krafa til flokkanna að þeir standi skil á stefnu sinni varðandi skipulagsmál, dagvistun og kitl.
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry