Látum leika hefjast

Þá er ég orðinn nægilega sáttur við það sem ég er búinn að vera að leika mér að í forritunarbarningnum undanfarið til að birta það opinberlega.

Þetta er mjög hráunnin frumútgáfa, einkum hvað varðar grafíska framsetningu og hljóð. Ég held að grunnforritunin sé nokkurn vegin orðin traust og næstu skref verða að búa til fleiri leikútgáfur (borð) og snurfusa útlitið. Boltarnir sjálfir held ég samt varla að muni breytast neitt.

Án frekari málalenginga: Frumútgáfa BALLS.

(Uppfært:Huxanlega virkar þetta ekki í eldri útgáfum af Flash, ef hvergi sjást neinir boltar er þetta ekki að virka).

Lýst er eftir athugasemdum og uppbyggilegri (eða, ef ekki vill betur, niðurbrjótandi) gagnrýni.

Leiknum í sinni þáverandi mynd verður skilað á miðvikudaginn, endanlegri útgáfu í lok nóvember.

Góða skemmtun í skoppinu!


< Fyrri færsla:
Tilvistarleg símkreppa
Næsta færsla: >
Heilbrigðishugleiðingar taka á sig mynd
 


Athugasemdir (3)

1.

Óskar Örn reit 25. október 2005:

Stórskemmtilegt! Til hamingju með þetta. Bestu þrautirnar þegar á að láta boltana skipta um lit, býsna snúið og hæfilega frústrerandi. Alveg hægt að sóa drjúgum tíma í þetta skal ég segja þér. Ætla ekki að sýna Imbu þennan.....!!

2.

Þórarinn sjálfur reit 25. október 2005:

Ég þakka hrósið.

Ég hef virkjað sérlegan leikjasérfræðing sem ráðgjafa og hennar fyrstu viðbrögð við demóinu voru "... [jeg] tænker allerede på en milliard ting man kan gøre med det". Það verður því spennandi að sjá hvaða hugmyndir hún á eftir að koma með inn í ferlið og hvað mér tekst að framkvæma af þeim.

(Reyndar er sem stendur hægt að nota mjög einfalt trix til að minnka mjög frústrasjónir í litskiptingunum, ég á eftir að ákveða hvort ég reyni að slökkva á þeim möguleika eða ekki. Varir mínar eru hins vegar innsiglaðar um í hverju trixið felst...)

3.

Björg reit 28. október 2005:

Ég skemmti mér bara stórvel í þessum leik :). Held ég sé með ágætis trix við þetta sjálf en spurning hvort það sé það sama :)....
Og já hún Vilborg er algjör krúsidúlla :) rosa gaman þegar þú setur loks inn myndir.
Bið annars bara að heilsa!

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry