Heilbrigðishugleiðingar taka á sig mynd

Síðan ég viðraði fyrir viku hugmyndir mínar um lokaverkefni um notkun upplýsingatækni í heilbrigðisgeiranum hafa hlutirnir mallað rólega. Athugasemdir við þá færslu hafa gefið betri innsýn í viðfangsefnið og ég veit að pabbi er farinn að svipast um eftir kontöktum sem gætu veitt mér frekari upplýsingar.

Ég er núna búinn að rumpa upp nokkrum punktum um það hvernig ég sé fyrir mér að hægt væri að afmarka verkefnið og allra fyrstu pælingum um framkvæmd. Ætlunin er að senda þessa punkta á kennarann fyrir okkar næsta fund (sem ég þarf að fara að huga að því að bóka). Hafi lesendur áhuga á að renna yfir textann (Word) eru athugasemdir vel þegnar!

Svo er spurning hvernig ég leita mér að samstarfsmanni, ætli ég endi ekki með að senda fjöldapóst á samnemendur mína með lýsingu á pælingunum eins og þær eru núna og athugi hvort einhver fæst til að bíta á agnið.

Þetta mjakast því allt í átt að því að verða lokaverkefnisviðfangsefni mitt - nema eitthvað óvænt komi upp á.


< Fyrri færsla:
Látum leika hefjast
Næsta færsla: >
Handlaginn heimilisfaðir, hálfur Dani og haustdrulla
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry