Vores speciale afleveret

Við hittumst rúmlega níu skötuhjúin og sóttum heim nærliggjandi ljósritunarstofu sem gormaði börnin okkar. Eftir smá leit að tvöföldu teipi til að líma geisladiskana inn í skýrsluna enduðum við á að kaupa sjálflímandi geisladiskavasa í bókabúð hússins. Voða lekkert.

Dömurnar á skrifstofunni voru gasalega hamingjusamar fyrir okkar hönd, aðrir lokaverkefnisritarar eru annað hvort ókomnir eða mættir timbraðir.

Þá er bara að taka til á kontórnum, borða hádegismat og tjilla aðeins áður en maður mætir aftur til að fá sér bjór.

Svo er að sjá hvenær maður upplifir spennufallið, ætli það verði ekki einhverntíman á þriðja eða fjórða bjór?


< Fyrri færsla:
Eindæma vonlaus tímasetning
Næsta færsla: >
Skotferð til París(ar)
 


Athugasemdir (7)

1.

Sigmar reit 01. september 2006:

Spennufallið mitt á sínum tíma fólst í því að mig langaði bara ekkert í bjór...þeir sem þekkja mig vita hversu mikið út úr karakter það er.

En til hamingju með afrekið.

2.

elin reit 01. september 2006:

Til lykke!!! Þið hafið þá fengið góðan tíma í ölið.....

3.

Elli reit 01. september 2006:

Til hamingju með skilin á verkefninu sem ég er viss um að á eftir að leggja línurnar fyrir framtíðarnemendur skólans.

(Og til hamingju með að eiga lítinn bróðir sem varð að bögga þig á því að hafa orðið maestro á undan þér. Á þinni heimasíðu. Daginn sem þú skilaðir lokaverkefninu. úje.)

4.

Sigmar reit 02. september 2006:

Reyndar var ég nú bara að óska bróður mínum til hamingju með áfangann Elli minn...en minnimáttarkenndin þín virðist fá þig til að sjá hlutina í öðru ljósi =o)

5.

Þórarinn sjálfur reit 02. september 2006:

Ég er ansi hræddur um að ég verði endanlega rekinn úr landi þegar út spyrst hversu stutt ég entist á Fredagsbarnum. Meira að segja þeir sem höfðu vakað alla nóttina og lent í prentmartröð dauðans voru enn uppistandandi þegar ég kvaddi (frekar framlágir að vísu). En ég ákvað að hlýða kroppnum og reyna að sofa vel út fyrir Parísarferðina á morgun.

Ég verð að taka undir það með Sigmari að mér sýnist ég eiga lítinn bróðir hvurs minnimáttarkennd yfir að vera "bara" bachelor lætur á sér kræla. Á minni heimasíðu. ;-)

6.

Jón Heiðar reit 02. september 2006:

Þetta er flott hjá þér.

7.

hildigunnur reit 02. september 2006:

til hamingju :-)

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry