Letidagar eru ljúfir

Undanfarnir dagar hafa einkennst af letilífi; maður hefur sofið út og þvælst um borgina í haustblíðunni.

Kollegínetið er ekki enn farið að virka almennilega, það er að vísu hægt að vafra um netið en FTP er gersamlega FUBAR og þar sem ég hafði huxað mér að skrifa ferðasöguna kringum myndirnar frá París hefur það tafið þá framkvæmd. En nú er ég búinn að velja myndir til vefbirtingar og er að sila þeim yfir á vefþjóninn þannig að hægt verði að prjóna þær inn í komandi texta.

Það kemur eitthvað fljótlega.

Skrapp í heimsókn til Hönnu Birnu og Jesper í gærkvöldi að líta á nýfæddu dömuna. Hún svaf að vísu stærstan hluta heimsóknarinnar, en við horfðumst aðeins í augu þegar hún rumskaði og krafðist næringar. Hún er bara mannaleg sú stutta og gott hljóðið í foreldrunum (þótt svolítið þreytt séu - Sif á það víst til að vera of "góð" við systur sína og krefst því stöðugs eftirlits).

Svo hef ég ekki hugmynd um hvað ég ætla af mér að gera um helgina, fer kannski í fótbolta á morgun en annars er allt óljóst og opið.

Við skötuhjúin ætlum svo að hittast á mánudag og byrja að undirbúa prófið næsta föstudag.


< Fyrri færsla:
Aftursnúinn frá París
Næsta færsla: >
Stuð föstudaginn næsta
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry