Vítislogar hirði spammara

Þegar ég kíkti í tölvupóstinn minn í morgun kom í ljós að ég hafði fengið 123 nýja pósta. Það þýðir ekki nema eitt...

Af þessum 123 póstum voru 122 tilkynningar um að póstarnir sem ég hafði sent um ofurleiðir til þyngdartaps hefðu verið stoppaðir af spamsíum, viðkomandi netfang virkaði ekki, eða "Out of office" svör saklausra sála sem lofuðu að hafa samband við mig við fyrsta tækifæri.

Svo var eitt alvöru bréf.

Með öðrum orðum hefur einhver notað netfangið mitt til að falsa "undirskrift" spamskeyta og sent einhverjar þúsundir út í mínu nafni.

Það kæmi mér ekki á óvart þótt þessi holskefla eigi eftir að vara í nokkra daga í viðbót.

Spammarahelvíti.


< Fyrri færsla:
Barasta kominn heim
Næsta færsla: >
Lifað á fjármálabrúninni
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry