Þvílíkur ógeðslegur kuldi

Ég hef haldið því fram að gráðurnar kringum frostmarkið séu kaldari í Köben en hérna í Reykjavík. Ég er ekki tilbúinn að afskrifa þá kenningu mína, en mikið eru þessar 5 gráður í mínus kaldar í strekkingnum.

Blessunarlega hef ég ekki þurft að reiða mig mikið á strætó undanfarið, heldur verið duglegur að sníkja mér bílför. Hins vegar er leiðinlegur kuldi í vinnunni, þannig að á morgun mun ég mæta með lopapeysu í farteskinu og þykka sokka til öryggis.

Ég held það sé dyraumbúnaðurinn sem er óþéttur þannig að það gustar um húsnæðið.

Ef það kólnar meira (eins og spáð er) verður næsta stig síðar nærbuxur og jafnvel grifflur á lyklaborðið.

Hvar fær maður annars grifflur? Í veiðiverslunum?

En eitthvað verður lítið um óþarfa útiveru næstu daga, heitir drykkir og sængur eru freistandi sem sjaldan fyrr.


< Fyrri færsla:
Nota Mínar Stillingar
Næsta færsla: >
Tónleikar og fleira
 


Athugasemdir (2)

1.

Óskar Örn reit 21. nóvember 2006:

Bloggfingurinn er líklega frosinn fastur í kuldanum! Nema þú sért bara annað að sýsla á siðkvöldum......
Takk annars fyrir síðast!

2.

Þórarinn sjálfur reit 21. nóvember 2006:

Sömuleiðis takk.

Soldið bissí.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry