Nýr besti tölvuvinur

Eftir að hafa rekist á dóm á vef PC World um System Mechanic Pro ákvað ég að skella mér á að sækja mér 30 daga prufu.

Styrkleikar forritsins virðast einmitt liggja á því sviði þar sem mig grunar að vandamál Surtlu liggi, í gömlum registry skráningum, forritum sem hafa skilið eftir sig einhverjar afturgöngur og fleiru í þeim dúr.

Ég keyrði skönnun í gær og miðað við fjölda lagfæringa sem stungið var upp á (og framkvæmdar) hefur ekki verið vanþörf á tiltekt.

Enn sem komið er vantar kannski meiri reynslu á það hversu miklu munar, en svo langt sem það nær hef ég ekki orðið neitt var við að vélin hægi á sér eftir þetta. Áþreifanlegt dæmi ætti t.d. að vera Fótósjoppan, en hún hefur átt það til að taka hátt í tvær mínútur í einhverjar óræðar baktjaldaaðgerðir áður en hún svo mikið sem byrjar að keyra sig upp.

En hún var spræk á fætur í morgun, þannig að þetta lofar góðu.

Þessi 30 daga prufa virðist vera "full-featured" og munar örugglega heilmiklu jafnvel þótt hún sé ekki keyrð nema einu sinni.

Mig langar að gera það sama við tölvuna mína í vinnunni, sem mér finnst hægja grunsamlega mikið á sér á köflum (þótt nýlega uppsett sé).

Þótt það gæti reyndar að hluta stafað af því hversu mikil "glugga-subba" ég er, með góðan slatta af forritagluggum opinn hverju sinni.


< Fyrri færsla:
Heimaleikfimi er heilsubót
Næsta færsla: >
Rauðir gegn hvítum
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry